Seríós
Barnið hugsaði sig um og hann sá strax eftir því að hafa minnst á hunangsseríósið. Hann var farið að gruna að hann myndi láta undan duttlungum hennar fyrr eða síðar og gefa henni þetta margumtalaða seríós, og þá var sennilega eins gott að það væri þá bara þetta venjulega, klassíska seríós, en ekki eitthvað hunangsklístrað sem eflaust væri enn óhollara. Hann ákvað því að reyna að breiða yfir uppástungu sína strax, en hann fann að hann skorti einhverja festu þegar hann sagði – ha, eða kanelseríós, sultuseríós, sveppaseríós, nú eða bara beikonseríós...  
Véfrétt
1974 - ...


Ljóð eftir Véfrétt

Seríós
Rétt ljós
Of næm