Of næm
Ég sakna þín mjólkurvara
ég skil ei
hvers vegna
þú þurftir að fara

Þú varst svo ljúf í munni mínum,
leyfðir mér að dreypa
af töfrum þínum

En þú varst flagð undir fögru skinni
ég naut þín,
en þú níddist á heilsu minni

Í ár og mánuði og daga
ég engdist um
með krampa í maga
fleiðraða húð og flakandi sár
þungan anda,
stíflað nef,
sölt tár

Þú gerðir allt að veislukosti
Lífið var betra með bræddum osti
 
Véfrétt
1974 - ...


Ljóð eftir Véfrétt

Seríós
Rétt ljós
Of næm