

Með dynjandi lófataki
vaknar hugurinn
og sveimar um veruleikafirrt lífið.
Sötra heitt kaffið
og tekst á við óraunveruleg verkefni.
Með hnútinn í heilanum,
heilsan dvínar.
Æpandi mávagarg hamingjunnar
sker sig í sálarlífið,
ómurinn bergmálar í tómum hausnum.
Kyneðlið þvingast um krossgötur,
kæfandi árátta.
Fullkomnun líkamans brestur
og öldurnar svigna
undan briminu í skjálfanda hjartans.
vaknar hugurinn
og sveimar um veruleikafirrt lífið.
Sötra heitt kaffið
og tekst á við óraunveruleg verkefni.
Með hnútinn í heilanum,
heilsan dvínar.
Æpandi mávagarg hamingjunnar
sker sig í sálarlífið,
ómurinn bergmálar í tómum hausnum.
Kyneðlið þvingast um krossgötur,
kæfandi árátta.
Fullkomnun líkamans brestur
og öldurnar svigna
undan briminu í skjálfanda hjartans.