

Það hellirignir.
Ekki úti,
heldur í huga mínum
og hjarta
Eldur brýst um í hjarta mínu.
Reynir að losna.
Kemst ekkert,
hann kyrrist um stund.
En kyrrðin varir aðeins í stuttan tíma.
Blossar svo upp með ofsa.
Dregur í sig alla tiltæka orku.
Ég get ekki andað.
Umbrot.
Allt svo bjart.
Dauðaþögn.
Ég ein eftir.
Án þín.
Sterkari en áður.
Ekki úti,
heldur í huga mínum
og hjarta
Eldur brýst um í hjarta mínu.
Reynir að losna.
Kemst ekkert,
hann kyrrist um stund.
En kyrrðin varir aðeins í stuttan tíma.
Blossar svo upp með ofsa.
Dregur í sig alla tiltæka orku.
Ég get ekki andað.
Umbrot.
Allt svo bjart.
Dauðaþögn.
Ég ein eftir.
Án þín.
Sterkari en áður.