líf þeirra sem deyja
Ó vei mér!
Neydd í þennan ískalda heim,
fullan af grimmd og illsku!
Engri ástúð beint að mér,
aðeins augum fullum af ágirnd og græðgi!
Eftir að móðir mig í þennan heim aldi
var ég dæmd til að veltast ein um hjá henni kaldri,
í þessari köldu og takmörkuðu veröld
þar sem græðgi, ágrind og kuldi ríkir
og lyktin af illsku húkir yfir eins og hrægammur yfir dauðu dýri!
Ég vissi að ég myndi aldrei sleppa,
því ég var talin sérstök
og var sjálfkrafa þar með dæmd hræðilegum dómi,
- að vera föst í miðri hvolpaframleiðslu að eilífu!
Þó ég hafði aldrei gert neitt,
hvað þá að ég gæti það!
Svo ég bíð bara eftir hægum dauða mínum og vona,
vona að þá muni ég sleppa!
Og hugsa augnablik hvað yrði um þá hvolpa,
sem ég myndi með tímanum koma í heiminn með erfiði?
Þá ísköldu nótt slapp ég og fór,
hamingjusöm hljóp yfir regnbogabrúna!
Og það sem gladdi mig mest að það voru engir afkomendur,
tl að kveljast!
Því móðir mín var farinn á undan,
og ég vissi að hún beið mín hinummegin!
Þó að líkaminn væri eftir yfir vikugamall.

Loksins, loksins var ég frjáls  
Agnes Helga
1989 - ...


Ljóð eftir Agnesi Helgu

Til hvers?
Biðin
Þú
Reiði
gjörðir þínar.
Hvíti riddarinn!
þú2
Love in the shadow
Regnið
Hjartabrot
Hjarta lífsins
Dómur frá Drottni.
andardrattur
Tileinkað nýfæddri dóttur bróður míns.
Ég
líf þeirra sem deyja
Hljóðin.
Snerting
Ást
Sorg