Regnið
Það hellirignir.
Ekki úti,
heldur í huga mínum
og hjarta

Eldur brýst um í hjarta mínu.
Reynir að losna.
Kemst ekkert,
hann kyrrist um stund.
En kyrrðin varir aðeins í stuttan tíma.

Blossar svo upp með ofsa.
Dregur í sig alla tiltæka orku.
Ég get ekki andað.

Umbrot.
Allt svo bjart.
Dauðaþögn.

Ég ein eftir.
Án þín.
Sterkari en áður.  
Agnes Helga
1989 - ...


Ljóð eftir Agnesi Helgu

Til hvers?
Biðin
Þú
Reiði
gjörðir þínar.
Hvíti riddarinn!
þú2
Love in the shadow
Regnið
Hjartabrot
Hjarta lífsins
Dómur frá Drottni.
andardrattur
Tileinkað nýfæddri dóttur bróður míns.
Ég
líf þeirra sem deyja
Hljóðin.
Snerting
Ást
Sorg