

svo hóf ég upp raust mína
hélt langa ræðu
um einmanaleika minn
sorg og raunir
færðist öll í aukana
eftir því sem á leið
tárin runnu
og orðin flæddu
þar til vonbrigði mín
voru orðin öllum ljós
sumsé sjálfri mér
og spegilmynd minni
inni í tómu húsinu
hélt langa ræðu
um einmanaleika minn
sorg og raunir
færðist öll í aukana
eftir því sem á leið
tárin runnu
og orðin flæddu
þar til vonbrigði mín
voru orðin öllum ljós
sumsé sjálfri mér
og spegilmynd minni
inni í tómu húsinu