svo ein
svo hóf ég upp raust mína
hélt langa ræðu
um einmanaleika minn
sorg og raunir
færðist öll í aukana
eftir því sem á leið
tárin runnu
og orðin flæddu
þar til vonbrigði mín
voru orðin öllum ljós

sumsé sjálfri mér
og spegilmynd minni
inni í tómu húsinu
 
Ingibjörg Rósa
1976 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Rósu

fyrsta ljóðið
kærkomin deyfing
afmælisskál
Borðbæn
ladída
rússneska lagið
berrössuð
allt búið
djöfladansinn
ég hlæ
vonlaus
lítil frænka
leyndarmál
kláði
leifar
svart
klessa
mér er kalt
trúður
partí
rask
eftirá
hefnd konu
feðralag
útstáelsi
frilla mín
móðgun
blóðbað
einspil
draumaskúrkurinn
jólalyktin
samviskan
svo ein
klækir
íslenskt sumar
það er komið sumar
nútímaást
helvítis beljan
dauðaslys
óveðursnótt
leikurinn
hún sem grét
stundaglas
fyrir utan
útskrifuð
speglun
kreppan mín
frostatíð
morð sjálfs
vorfiðringur
fölsk ást
við matarborðið
fallið