Misskilningur
Þetta lítur rosalega vel út, ekkert smá girnilegt sagði ég og roðnaði strax því þú hlaust að vita að ég var að meina þig í rauninni ekki samlokuna þína og ilmandi kaffið þitt. Til að breiða yfir vandræðin flýtti ég mér að hella smá af mjólkinni þinni út í appelsínusafann minn. Ég horfði út um gluggann til að tefja meðan ég var að finna eitthvað sniðugt til að segja. Þú sagðir að það væri loksins kominn vetur og jólasnjór. Ég hló samþykkjandi og sagði að það hlyti að fara að opna í Bláfjöllum, alveg frábært veður og örugglega gott færi. Ég hnyklaði brýrnar og bætti við að það væri eins gott að aka varlega og fara ekkert nema maður nauðsynlega þyrfti þegar það er svona hált áður en ég áttaði mig á að þú hafðir spurt mig hvort ég væri upptekin í kvöld. Ég er á nöglum sagðiru. Getum farið hvert sem er.  
Dimmblá
1979 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Dimmblá

Misskilningur
Sláttur vængja minna
Dropatal
Blekkingarvefur