Kveðja
og hann leit yfir storknuð árin glaður en með brosið öfugt og fann hve létt byrðin var þegar hann var við það að sleppa og jafnvel þótt hann vissi að hann ætti að hugsa um lífið áður en það þornaði og skorðaðist datt honum aðeins í hug orðsending frá því að hann var ungur og alvitur og fann servíettu frá hann man ekki hverjum í vasanum en á öldugangi pappírsins mátti lesa:

"ég skemmti mér vel. endurtökum leikinn við tækifæri."  
Kristján Atli
1980 - ...


Ljóð eftir Kristján Atla

Kveðja
Aldursbrot
Flotkví
Ljóðið