Ljóðið
Það tilkynnist hér með
að ég ber enga virðingu
fyrir skapara mÌnum.

Hann tók sig til,
skapaði eitthvað úr engu
og þóttist hafa gert eitthvað merkilegt.

Það tók hann varla nema hálftíma.

Hann hefði betur vandað sig,
gefið sér góðan tíma í verkið
og skapað eitthvað
sem vert væri að gefa gaum.

Næst vona ég
að einhver segi honum
að vanda verk sín betur
áður en hann gefur þeim ófrumleg nöfn
og sendir þau út í heiminn
illa undirbúin,
lítt ígrunduð,
meingölluð.  
Kristján Atli
1980 - ...


Ljóð eftir Kristján Atla

Kveðja
Aldursbrot
Flotkví
Ljóðið