ÓÐUR TIL EIGENDA
Með sex glyrnur stórar,
beið ég og beið.
Var hálfpuntað og klætt,
margir litu mína leið.
Hvern skyldi ég hýsa
um ókomna tíð...?
Þá skyndilega komu,
skötuhjú blíð...
Þau Þórunn og Sigurður
með sitt hafurtask.
Ég var enn með bleiu
svo þau urðu að kaupa vask!
Á meðan mamma mig prýddi
og fegraði skarpt
vætti pabbi mig og nærði
svo ég fullorðnaðist hratt.
Ef gestagangur tíður,
verður hér inn um dyr,
fæ ég sífellt meiri visku
og þroskast sem aldrei fyrr!
Hlýr er ykkar hugur og hönd,
svo vernd mína ykkur býð
á meðan haustregn rúðuna lemur
Norðan-él og vetrarhríð.

Megi tónlistin hér óma,
fegurð og listir ljóma.
Með fyrirfram þökk,
verð ég ætíð ykkur til sóma!

Ykkar Dalsflöt 9,

nú hef ég öðlast mína húsasál!

(með pínu hjálp frá
M. Elva S.)  
Margret Elva Sigurðardóttir
1979 - ...
Samið til foreldra minna þegar þau
keyptu sér nýtt hús á Akranesi


Ljóð eftir Margreti Elvu

ÓÐUR TIL EIGENDA
Hver er sá
Lífsylur
Hvar varst þú í dag?
Tilgangurinn