Tilgangurinn
Tilgangurinn

Eitt sinn var ég blind
hélt ég hefði allan heimsins mátt
gæti allt

En nú sé ég liti
og ljósið í kring
nú sé ég allt

Hélt ég vissi
hvað ástin var
en sá enga heildarmynd

Sá fyrir mér draumaprins
og hús og bíl og garð
og lítið barn

Í huganum geymdi ástríðu
sem líkaminn gat ekki tjáð
var sem vofa

köld og þjáð

til mín voru þá sendir
englar
þrír að tölu

Sá fyrsti kom mér niður á jörð
og sló mig löðrungi
ég grét

Sá annar þerraði tár mín
og rétti mér rós
ég hló

En sá þriðji tók í hönd mína
og lagði rósina að vitum mér og sagði
sjáðu nú

Í rósinni sá ég liti, fegurð og líf
hún var bæði mjúk og hvöss
og hún ilmaði
Næstum eins og lífið sjálft

ég brosti

Ég skildi nú
að millivegurinn er
að elska

 
Margret Elva Sigurðardóttir
1979 - ...
E.s.; Englarnir þrír eru börnin mín..


Ljóð eftir Margreti Elvu

ÓÐUR TIL EIGENDA
Hver er sá
Lífsylur
Hvar varst þú í dag?
Tilgangurinn