

Í morgunsárið
vaknar bílagnauðurinn.
Frostrósir og snjóskaflar
fljúga um göturnar
og minna á snjóflóð,
er rennur hæglátlega
um borgina.
Hinkrar í ferð sinni,
af og til
og hleypur öðru flóði hjá.
Þau tvístrast,
sameinast,
og fljóta yfir hæðir.
Í sameiningu
mynda þau ólgandi líf
í æðum fjölbýlisins.
Á meðan
hvíli ég lúin bein
undir mjúkum dún,
áhyggjulaus
í mínum eigin heimi.
vaknar bílagnauðurinn.
Frostrósir og snjóskaflar
fljúga um göturnar
og minna á snjóflóð,
er rennur hæglátlega
um borgina.
Hinkrar í ferð sinni,
af og til
og hleypur öðru flóði hjá.
Þau tvístrast,
sameinast,
og fljóta yfir hæðir.
Í sameiningu
mynda þau ólgandi líf
í æðum fjölbýlisins.
Á meðan
hvíli ég lúin bein
undir mjúkum dún,
áhyggjulaus
í mínum eigin heimi.