Kuldabolinn
Hann dregur út anga sína
og mundar klærnar,
sýgur hitann
úr fljótandi lífinu.
Engin miskunn sýnd
og glitrandi andardráttur,
svífandi í stilltu loftinu,
við stirðnum
og klöngrumst áfram.
Til varnar
breytist klæðaburðurinn,
við þykknum
og göngum um skammdegið
líkt og þungbúin snjóskrímsli.
En ekkert er honum
þó heilagt í huga
og gustar
frjósandi gjólu og vindi
sem grípur eyru og nef
og fyllir augun
kuldatárum
er kristallast á kinnum.
Hann smígur í glufur
og sker í holdið,
en við berjumst
með vínið að vopni
og hlæjum
upp í opið geðið á Kuldabolanum.
og mundar klærnar,
sýgur hitann
úr fljótandi lífinu.
Engin miskunn sýnd
og glitrandi andardráttur,
svífandi í stilltu loftinu,
við stirðnum
og klöngrumst áfram.
Til varnar
breytist klæðaburðurinn,
við þykknum
og göngum um skammdegið
líkt og þungbúin snjóskrímsli.
En ekkert er honum
þó heilagt í huga
og gustar
frjósandi gjólu og vindi
sem grípur eyru og nef
og fyllir augun
kuldatárum
er kristallast á kinnum.
Hann smígur í glufur
og sker í holdið,
en við berjumst
með vínið að vopni
og hlæjum
upp í opið geðið á Kuldabolanum.