Minningarvottur
fyrir þér ég felli tár að eilífu
eitt fyrir ástina og annað fyrir vináttu
þriðja fyrir tímann sem stóð í blíðu og stríðu
fjórða fellur á gröf þína sem minningarvottur

þú vakir yfir mér, veit ég það
ég mun minnast þín á hverjum degi
þeir tímar sem við eiddum á hverjum stað
munu ekki gleimast jafnvel þó ég deyji

ó minn kæri vin þú fórst of fljótt
tæplega tvítugur eina nóvember nótt
ó minn kæri þú fórst of skjótt
en ég vona það að þú sofir rótt  
Gunnar Þórólfsson
1988 - ...


Ljóð eftir Gunnar Þórólfsson

Minningarvottur
stæðu allir saman
íraks blóm visna
draumarnir vaka
andlit þitt
Missed
nóttin langa
Hugsjón um stríð partur 1 og 2