Búslóð - Bæslóð
Búslóðin bíður og bíður
bíður eftir mér, eftir að ég verði tilbúin að sleppa.

Hvenær er maður tilbúin að sleppa?

Ég pakka niður hlutum, blöðum, bókum
Á ég að henda þessu?
Á ég að hirða þetta?

Ég get ekki ákveðið mig, reyni að halda í eins lengi og ég get.

Afhverju að mynda þessi tengsl við hluti?

Því þeir minna mig á þig

Búslóðin bíður og bíður
Búslóð - Bæslóð  
Irma
1979 - ...


Ljóð eftir Irmu

Ég næ
Þ(m)ín sök
Skilyrðislaus ást?
Englar í hvítu
Búslóð - Bæslóð
Ósögð orð