Lítil Stelpa
Þar sem lífsins glæta lýsir leið
og logar um dimmar nætur,
situr lítil stúlka, herðabreið
í skúmi rökkurs og grætur.
Undir himni dimmum draumar líða
að vakni aftur þær þrár
sem eitt sinn sóttu á hugann blíða
en í nú renna bara tár.
Tárin litlu væta hennar kinn
á hugann sækja draumar.
Litla hjartað flöktir hið síðasta sinn
er engillinn lífi hennar laumar.
Engill tók hana himnana til
engar áhyggjur þó að í ári harni,
Þar svífur hún á skýum og brúar það bil
frá konu aftur að barni.
og logar um dimmar nætur,
situr lítil stúlka, herðabreið
í skúmi rökkurs og grætur.
Undir himni dimmum draumar líða
að vakni aftur þær þrár
sem eitt sinn sóttu á hugann blíða
en í nú renna bara tár.
Tárin litlu væta hennar kinn
á hugann sækja draumar.
Litla hjartað flöktir hið síðasta sinn
er engillinn lífi hennar laumar.
Engill tók hana himnana til
engar áhyggjur þó að í ári harni,
Þar svífur hún á skýum og brúar það bil
frá konu aftur að barni.