Sumarnótt
Dimmann er fjarri sólinni,
myrkrið hylur ekki bæinn.
Kyrrðin leggst yfir nóttina
og fyllir götur og stíga.
Hlýja hvers heimilis
flýtur í lygnu lofti,
og út i kyrrðina síast
hvíld að liðnum degi.
Mjúkur og tær er blærinn.
Sál mín gengur til loftlaugar
og hreinsar sig af aurnum
orðum manna og hugsunum.
Sumarnótt, ljúfa nótt,
þér fæðist nýr morgunn.
myrkrið hylur ekki bæinn.
Kyrrðin leggst yfir nóttina
og fyllir götur og stíga.
Hlýja hvers heimilis
flýtur í lygnu lofti,
og út i kyrrðina síast
hvíld að liðnum degi.
Mjúkur og tær er blærinn.
Sál mín gengur til loftlaugar
og hreinsar sig af aurnum
orðum manna og hugsunum.
Sumarnótt, ljúfa nótt,
þér fæðist nýr morgunn.