þögn
hjartað tekur aukaslag
eins og í bridds
eða eins og ég ímynda mér
að það væri í bridds
ef ég kynni reglurnar

með bómull í hálsinum
styn upp einhverju
sem hljómaði vel einhvers staðar
á milli heila og vara
en farmurinn datt af á leiðinni
og út brunar tómur redneck pallbíll

bílstjórinn undir áhrifum

svo margt sem ég vildi segja
svo margt sem ég vildi trúa
þér fyrir
eins og ég ímynda mér
að það væri í tilhugalífi
ef ég kynni reglurnar

best að þegja bara
þú þegir líka

þegjum saman  
walterego
2006 - ...


Ljóð eftir walterego

spés
ljóð
horf
þögn
ekkert