ekkert
þrúgandi þreyta án syfju. vonlaus vilji til svefns sem vill ekki koma. óseðjandi hungurleysi. ég reyki samt sígaretturnar mínar af vana og skyldurækni. ugglaust til að hafa eitthvað að gera. bara eitthvað. einhver sagði mér að drekka einn bjór - það væri góð hugmynd. ég gerði það til að láta þeim sem stakk upp á því líða betur. hann hélt hann væri að hjálpa og þarf á því að halda að halda. halda að hann hafi hjálpað. en ég er of niðursokkin í hugsanir sem í tómleika sínum eru fullar af engu. þetta tiltekna ekkert. allt snýst um ekkert og ekkert leiðir af því. í veskinu tvær samanbrotnar brostnar vonir. minjar um tilfinningar sem aldrei urðu. ást.

heimurinn, ég dey?

nei.

tilhugsunin um að láta stjórnast af tilfinningum þvert á öll skynsamleg rök er hálfu eða heilu verri en tilfinningarnar sjálfar. þess vegna hugsa ég um ekkert. ekkert hjálpar.  
walterego
2006 - ...


Ljóð eftir walterego

spés
ljóð
horf
þögn
ekkert