Ferðaraunir
Sumir segja að ég hafi ferðast
Ástralía, Ameríka, Afríka, Evrópa
Sama hvert ég fer, ég sný alltaf heim

Ég fór hátt, hátt upp í himinn
Fór djúpt inn í hafið
Sigldi yfir höf, keyrði yfir eyðimörkur
En ég sný alltaf heim

Eins og það sé spotti bundinn við mig
Ég sný alltaf heim, sama hvað ég geri
Ég finn alltaf þá sterku tilfinningu

Því heima er best
Landið mitt fríða, manndáðin best
Þar sem Íslendingar róma
Í höllum þeir óma
Ég geri það ei hér verst

Samt innst inni ég finn þá þörf
Til Kína, Til noregs, til gvatamala
Heimurinn er handan við hliðið
Ég sný alltaf heim

Heim, til andstæða, elds og ís
Heim, til Íslendinga, vina og fjölskyldu
Heim, til mín, þar sem Ísland er.  
Kristján Haukur Magnússon
1981 - ...


Ljóð eftir Kristján Hauk Magnússon

Mundi
Frestunarárátta
Ferðaraunir
Slettur
Dyraverðir
Hendur mínar þvegnar
Vinir
Skynfæri
Veðrið
Fullur af trú
Bjórinn minn
Vestfirðir
Verðbólga
Mennt
Skuldir
Skilin orð
Nei