Hendur mínar þvegnar
Shalom aleichem, aleichem shalom
Friður verði með yður og verði friður með yður
Allahu Akbar min kulli shay
Guð er mestur allra hluta og vera

Fyrir mörgum árum
Lönd voru skipt upp með fárum
Línur dregnar, sögur þvegnar
Allt af veldum tveimur
Af málinu skapaðist síðan keimur

Veldi eitt af tveimur gefur loforð
Það fyrsta er til Frakka, hitt veldið af tveimur
Annað var til Ísrael, þjóð gyðinga
Þriðja til íbúa svæðisins

Augljóst að keimur er vondur því landið er bara eitt
Hvaða loforði var fylgt, var Ísraels
Smátt og smátt komu þeir saman

Smáir en klárir taka þeir saman
Henda, reka, berja og flengja
Heimili fólks eyðilögð eða rýmd
Fyrir aðra til að vera

Tvær þjóðir, báðar mjög trúar sínu og sínum
Tvær bækur, með helgan tilgang
Báðar boða þær frið
Báðar boða þær einn guð
Báðum er ýtt til hliðar
Önnur tekin upp, bók stjórnmála, bók sannleika og lyga, túlkanna og samninga

Mín er sú eina sanna æpa þeir báðir
Guð er með mér í liði, segja þeir báðir
Ég trúi rétt, þú trúir rangt, þeir mæla báðir

Ást og hatur, ótti og hugrekki, hryðjuverkamaður og hetja, sannleikar og lygar, lífið og dauðinn, allt saman í sambúð, allt í öllum, allt fyrir alla að túlka, enginn heilagur, ekkert er eftir nema þolið fyrir stríði sem endar

50 ár líða, ekkert eftir af Palestínu
Sögum breytt, sögur þvegnar
Þögn...
Ekkert hví, ekkert hvenær, hvað né neitt
Þögn...
Samviskan mín er hrein, því ég gerði ekkert
Ekkert eftir nema rykkorn í sögu tímans, horfið að eilífu út í vindinn
Rykkorn að nafninu...Palestína

 
Kristján Haukur Magnússon
1981 - ...


Ljóð eftir Kristján Hauk Magnússon

Mundi
Frestunarárátta
Ferðaraunir
Slettur
Dyraverðir
Hendur mínar þvegnar
Vinir
Skynfæri
Veðrið
Fullur af trú
Bjórinn minn
Vestfirðir
Verðbólga
Mennt
Skuldir
Skilin orð
Nei