Sorg
Það brotnaði, og lífið brast
ég féll niður á hné og hugsaði; afhverju ég?
guð svaraði ekki.

mig langaði að gráta, en ég gat það ekki.
ég vissi að mér var illt í því
enginn kom og hjálpaði mér, starði bara á mig eins og ég væri einhver vitleysingur.
ef að þau vissu það hvað væri að mér myndu þau kannski hjálpa mér, en munnurinn minn var hræddur.

ég lá þarna á miðri götunni með hóp af fólki í kringum mig sem starði bara, mér hefði liðið betur ef þetta hefði alldrei gerst, en þetta gerðist.

nú bíð ég bara eftir því að sá rétti komi upp og hjálpi mér.

kannski mínúta, kannski dagur, kannski ár, kannski dey ég áður.
það veit enginn!  
Sunna
1993 - ...
sorg:/


Ljóð eftir Sunnu

Sorg
Lygi
Lífið og tilveran