

Hvað er húsamús annað en hagamús
sem hefur lært að nýta sér átroðsluna.
Ég horfi út um gluggann og velti því fyrir mér
hversu skammt er í að vetrarfeldur refsins
verður ekki lengur dulargervi.
Við veginn situr hrafn yfir skyrdós
goggurinn svarti ataður hvítu.
Á meðan teygir borgin enn úr sér,
á meðan bölvum við mávum og minkum.
sem hefur lært að nýta sér átroðsluna.
Ég horfi út um gluggann og velti því fyrir mér
hversu skammt er í að vetrarfeldur refsins
verður ekki lengur dulargervi.
Við veginn situr hrafn yfir skyrdós
goggurinn svarti ataður hvítu.
Á meðan teygir borgin enn úr sér,
á meðan bölvum við mávum og minkum.