Hnefadúett
Líður eins og fjötruðum fanga
föst í þínum hlekkjum
Harðlega strýkur votum vanga
vinur er ei ætíð eins og við þekkjum
Slepp ég eitthvert tíman í burtu?
Verð ég eitthvert tíman frjáls?
Marin, blá með blóð á vörum
Bíð ég þess að svarið verði já.
Stóðst þú yfir mér og brostir
Illskan skein þó í gegn
Ekki eru margir kostir
sem ég hef, því ég er þinn þegn
Slepp ég eitthvert tíman í burtu?
Verð ég eitthvert tíman frjáls?
Marin, blá með blóð á vörum
Bíð ég þess að svarið verði já.
Ég man þú krepptir hnefann
ég man ég öskraði nei
Sál mín losnaði við klefann
En þín gerði það ei
Ég slapp loksins í burtu
Þú verður þó aldrei frjáls
Nú stend ég og bíð með krepptan hnefa
Eftir því að þú fallir frá.
föst í þínum hlekkjum
Harðlega strýkur votum vanga
vinur er ei ætíð eins og við þekkjum
Slepp ég eitthvert tíman í burtu?
Verð ég eitthvert tíman frjáls?
Marin, blá með blóð á vörum
Bíð ég þess að svarið verði já.
Stóðst þú yfir mér og brostir
Illskan skein þó í gegn
Ekki eru margir kostir
sem ég hef, því ég er þinn þegn
Slepp ég eitthvert tíman í burtu?
Verð ég eitthvert tíman frjáls?
Marin, blá með blóð á vörum
Bíð ég þess að svarið verði já.
Ég man þú krepptir hnefann
ég man ég öskraði nei
Sál mín losnaði við klefann
En þín gerði það ei
Ég slapp loksins í burtu
Þú verður þó aldrei frjáls
Nú stend ég og bíð með krepptan hnefa
Eftir því að þú fallir frá.