Hvað er að vera ég?
Skynveruleikasjálfsmynd mín
er voð
ofin úr viðhorfum annara.

Áður en ég fór að hugsa
í orðum
varð hún til sem tilfinning
um að vera einhvers virði
eða ekki.

Vera elskuð nægilega
eða ekki.

Fullvissa þess að eiga heima
í heiminum eða
svíðandi,beisk tilfinning
um skort.

Það sem ég sé speglast
í augum annara
verður mitt virði.

En hver er ég?

Handan þess sem ég skynja
er annar veruleiki.

Verður ekki séður,
verður ekki heyrður,
verður ekki snertur.

Er aðeins
vissa þess
að vera til

ort 11/11/07  
Hildur Sigurðardóttir
1961 - ...
Varð fyrir áhrifum af ljóðum barnanna sem birt eru á mjólkurfernuunum með þessum umhugsunarverða titli.


Ljóð eftir Hildi

Hvað er að vera ég?
Tónleikar
Silfurskógur