Hvað er svo smátt?
agnarlítill dropi - sem veldur heilu flóði
ein örlítil setning - í ádeiluríku ljóði
einn neisti getur endað í ógnarmiklu báli!
ein örlítil stjarna sem á jörðu vora fellur
vala sem á höfðum okkar úr ógnarhæðum skellur
hvað er svo smátt í okkar heimi að það skiptir ekki máli?
ein fluga sem úr fögrum blómum færir hópnum mat
í Hollands stíflum hættulegt - reynist lítið gat
einn maður getur með hnappa einum - heim í hættu látið!
ein líðan getur á örskotsstundu - lífi manna breytt
myrkur getur úr hugum skotist - þó þar leynist ekki neitt
hvað er svo smátt í okkar heimi að það getur ekki grátið?
...
litlu tárin sem að féllu frá þér
skildu eftir - svo stór sár á mér
orð eru smá í öllum heimsins orðaflaumi
breyta þó öllu í lífs míns stutta straumi.
...
ein agnarlítil vera sem að hugsar bara um ást
leitar hennar lengi - þó mun hún aldrei sjást
bara þriggja stafa orð sem í hugum okkar dvelur.
ástin hefur dregið margan góðan mann til leiða
en gert hefur enn fleirum manneskjunum greiða
hvað er svo smátt í okkar heimi að það enga huga kvelur?
...
allt er á lífi ef þú horfir bara betur
fer eftir því hversu smátt þú hluti metur
en munið það einnig að hin örlitla fluga
hefur augu eyru sál og ríkan tilfinningahuga.
ein örlítil setning - í ádeiluríku ljóði
einn neisti getur endað í ógnarmiklu báli!
ein örlítil stjarna sem á jörðu vora fellur
vala sem á höfðum okkar úr ógnarhæðum skellur
hvað er svo smátt í okkar heimi að það skiptir ekki máli?
ein fluga sem úr fögrum blómum færir hópnum mat
í Hollands stíflum hættulegt - reynist lítið gat
einn maður getur með hnappa einum - heim í hættu látið!
ein líðan getur á örskotsstundu - lífi manna breytt
myrkur getur úr hugum skotist - þó þar leynist ekki neitt
hvað er svo smátt í okkar heimi að það getur ekki grátið?
...
litlu tárin sem að féllu frá þér
skildu eftir - svo stór sár á mér
orð eru smá í öllum heimsins orðaflaumi
breyta þó öllu í lífs míns stutta straumi.
...
ein agnarlítil vera sem að hugsar bara um ást
leitar hennar lengi - þó mun hún aldrei sjást
bara þriggja stafa orð sem í hugum okkar dvelur.
ástin hefur dregið margan góðan mann til leiða
en gert hefur enn fleirum manneskjunum greiða
hvað er svo smátt í okkar heimi að það enga huga kvelur?
...
allt er á lífi ef þú horfir bara betur
fer eftir því hversu smátt þú hluti metur
en munið það einnig að hin örlitla fluga
hefur augu eyru sál og ríkan tilfinningahuga.