Ekki nóg... (hálfgerður texti við lag)
[Vers]
Ég veit að fyrir löngu ég sömu mistök framdi,
Þá varst‘ei hér, varst ei heima, þú varst í öðru landi,
Ég settist niður, bugaður og þetta lag ég samdi,
Líður illa, vantar allt því hjarta mitt þú kramdir.
Engar afsakanir, ég er hér með að banna,
Ást þína á mér þú hálf náðir að afsanna,
Þetta þyrnibeð, geðvonsku þú náðir sjálf að hanna,
Sagðir margt, sumt var satt en annað þarf að kanna.
Mér finnst ég ekki nóg, þú þurfir eitthvað meira,
Það var nú reyndar gott, frá þér ég fékk um þetta að heyra,
Finnst ég einskis nýtur en ég get varla gefið þér fleira,
Finnst ég ætti ofan af bjargi eða kletti ég ætti að keyra.

[Chorus]
Í þessu sem við eigum, fann ég litla sprungu,
Ég‘r ekki nóg, fyrir neinn, fyrir þig og þína tungu,
Langar að gráta, berja allt, öskra neðan úr mínum lungum,
Þá myndi mér bara líð‘eins og fífl, líða eins og gungu.

[Vers]
Fyrr um kvöldið, sentirðu að allt yrði í lagi,
„ég geri enga vitleysu, ekkert slíkt, ekkert af því tagi.“
Falleg ert og drukkin varst, þú ert góð í þínu fagi,
Ég vild‘ég gæti gleymt þessu og ekki vonbrigði ég sæi.

Ef þú vilt og ef þig langar að enda þetta nú,
Þá vil ég fá að segja þér að það ert þó aðeins þú,
Sem gafst mér gleði, gafst mér sorg, gafst mér ávallt trú,
Ástæðu til að lifa, hvern dag fyrir sig, ástæðan varst þú.


[Chorus]
En Í þessu sem við eigum, fann ég litla sprungu,
Ég‘r ekki nóg, fyrir neinn, fyrir þig og þína tungu,
Langar að gráta, berja allt, öskra neðan úr mínum lungum,
Þá myndi mér bara líð‘eins og fífl, líða eins og gungu.

[Vers]
Alltaf hef ég verið afar hræddur um að missa þig,
Aldrei verið ánægður, ánægður með sjálfann mig,
Sagt hefur verið: „Þó sumum líkar ei við sjálfa sig,
Þá áttu alltaf einhvern, allt mynd‘hann gera fyrir þig.“
Þessi orð ég gleypi, og geymi þau með sjálfum mér,
Hjartað mitt fyrir löngu þú tókst, heldur því ennþá hjá þér,
Hverjum degi vakna ég og hugurinn á fullt þá fer,
Hugs‘um þig og hvað þú gerðir, um drykkju ég kenni, þannig þetta ver.

[Chorus]
Í þessu sem við eigum, fann ég litla sprungu,
Ég‘r ekki nóg, fyrir neinn, fyrir þig og þína tungu,
Langar að gráta, berja allt, öskra neðan úr mínum lungum,
Þá myndi mér bara líð‘eins og fífl, líða eins og gungu.

 
Jón Már
1991 - ...
var í þunglyndis-hiphop líðan...

þetta er útkoman...

samið í nóv '07


Ljóð eftir Jón Má

Tíminn
Eru skýin guð? (hæka)
Ekki nóg... (hálfgerður texti við lag)
Heimsvanur fuglinn
Skólinn...
Kynferðisleg löngun...
Ef þú hefðir vitað það sem þú veist í dag...