Tilgangurinn
Oft ég hugsa hver sé tilgangur okkar,
hvers vegna við séum hér.
Mér finnst lífið eins og nokkrir spilastokkar,
okkur raðað, síðan ruglað og svo allt í mél.

Af hverju erum við öll ekki ofsa happý,
það er alltaf hægt að láta sig vona.
Ég uppí loftið lít og drottinn kalla í,
guð ég hélt að þetta ætti ekki að vera svona.

Hvað uppskerum við svo er lífið tekur enda,
eftir vinnu, áhyggjur, ást og sorg.
Skal ég þér og öllum öðrum á benda,
þú færð inngöngu í drottins borg.  
Sólbjartur
1968 - ...


Ljóð eftir Sólbjart

Samningur
Tilgangurinn
Móðir
Faðir
Gjafi
Sporin okkar.
Kveðja
Ég mun kyssa þína kinn
Þunglyndi