Ást?
Ást án efasemda
er hún til?
Ást án þín
er hún til?

Hvað er ást
nema ofskynjanir
og geðveiki?
Ég er ástfanginn
ég er geðveikur

Er ég nógu góður fyrir þig?
Er ég nógu góður við þig?
Er ég of góður við þig?
Ert þú nógu góð fyrir mig?!

Ert þú haldin ástarofskynjunum líka?
eða er ég bara eins og þægilega brjóstahaldið þitt?

Spennan,
er hún okkar?
Framtíðin,
er hún okkar?
Framtíð án ástar,
er hún til?

Sársauki=ást.
Ást=sársauki?
Einn meiðir enginn mig.
Einn meiði ég engann.

Farðu.
Bless.  
bada-rahu
1974 - ...
17/12 '00


Ljóð eftir bada-rahu

Ást?
lone
Ákvörðun
Dómsdagurrr
Sýn
Villtur
Myrkur
Elskaður
Sálin týnd