Tveir englar sem ég þekki
Tvo engla þekki ég.
Annar er á Íslandi,
hinn er farinn til Afríku.
Þeir vaka yfir öllum heimi.
Tvenns konar fólk erum við:
sem sjáum englana,
og tökum ekki eftir þeim,
hugsum aðeins um okkur.
Tvenns konar gleði er til:
að þiggja þakklæti,
og að gera öðrum gott.
Þetta tvennt mætist sjaldan.
Tvo engla elska ég.
Líf þeirra er ekki létt,
samt býr hamingjan með þeim,
því þeir elska allan heiminn.
- til Lilju og Steinu, engla minna -