til þín afi
Nú sefur þú rótt
Það er komin nótt
Þú sefur vært
Það er mér kært

Vertu mér hjá
Lof mér að sjá
Hvað á ég að gera
Það er svo margt að bera

Þó ég sé særð
Þá friðinn þú færð
Þreyttur þú varst
Mörg árin þú barst .

Ég elska þig afi
Það er enginn vafi
Minning þín er
Í hjarta mér.

Höfundur. Ágústa Kristín Jónsdóttir
 
Ágústa Kristín Jónsdóttir
1983 - ...
þetta er seinna ljóðið sem ég samdi til afa sem lést 21.12.2007


Ljóð eftir ágústu

afi kveður
til þín afi
vetur
Drottinn