

Alkahólisti
Límir bara yfir viðvörunarljósin í mælaborðinu
og keyri af stað.
Gæti keyrt til Akureyrar á gleðinni einni saman.
Hann er ekkert bilaður, hann finnur alltaf einhvern verri bíl á þjóðveginum.
Sem er verr á sig komin. Druslu.
Skrýtið hljóð í vélinni og höktandi gírkassinn.
Kva´ með það. Hann er vel bónaður að utan og lúkkar vel.
Aðrir sjá ekki höktið.
Þangað til að einn daginn bræðir hann úr sér.