Sunnudagsmorgun
Úfið hár
röltir heim
frá þeim
sálin sár
nokkur tár
eftir þetta andskotans geim

Kuldinn napur
hugurinn dapur
haltra heim.
Man ekki, veit ekki, skil ekki
varla þekki
þessa veröld
þar sem gleðin var við völd
en bara um stund
létt í lund
þangað til hún kláraðist.
Táraðist

Flaskan búin
þreytt og lúin
sofnar
veruleikinn rofnar

Veurleikinn bankar
við sér rankar.
Gleðin farin
höndin marin
hjartað kramið

Djöfulsins skjálftinn
kemur
hamrar
lemur
af öllu afli
nýr kafli
mun hefjast...


...á morgun.


 
sistka
1984 - ...


Ljóð eftir sistku

Þið eruð að miskilja hálfvitar
Bréf frá mömmu
All you need is love
Skilningur barns
Áfram Ísland
Lífið eins og óskrifuð bók
Réttlæti lífsins
Þetta hvíta sem þarf að komast út
Þú uppskerð það sem þú sáir
Hr og frú Fullkomin, í boði 365
Group ehf
að deyja úr áhyggjum
Föstudagurinn LANGI
Rafmagnað andrúmsloft
Rasistar ROTTA sig saman
Einfaldleikinn
lán í óláni
safaríkt?
Ef
Mengun Fjölskyldunar
Draumur á Jónsmessunótt
Að vera eða ekki vera?
Alkaholisminn
Tregablendin ást
Tilveran
Sunnudagsmorgun
Undarlegt Ferðalag