Til þín, sem ert farin
Tár í augum mínum
ættu að vera vegna þakkar
fremur en dapurleika,
því ég þekkti þig
ekki sem hluta af sögunni
heldur samlanda
sem horfði upp á sama himinn
og sigldi yfir sama hafi
í örstuttum tíma á jörð
sem okkur var gefinn
Þú varst yndi, sterk og heit
grófst upp fræplöntu
úr frosinni mold
sem þakti hjarta mitt
og hlífðir henni
þar til blómkrónur bárust
Í kulda á norðureyju
held ég fast í blómið
þangað til himinninn opnast
einnig fyrir mér
ættu að vera vegna þakkar
fremur en dapurleika,
því ég þekkti þig
ekki sem hluta af sögunni
heldur samlanda
sem horfði upp á sama himinn
og sigldi yfir sama hafi
í örstuttum tíma á jörð
sem okkur var gefinn
Þú varst yndi, sterk og heit
grófst upp fræplöntu
úr frosinni mold
sem þakti hjarta mitt
og hlífðir henni
þar til blómkrónur bárust
Í kulda á norðureyju
held ég fast í blómið
þangað til himinninn opnast
einnig fyrir mér
- í minningu Izumi Sakai, ZARD, söngvara okkar -