Hannes
Háskólamenntaður heimspekingur
handritaskáld, höfuðpaur
Bévítans kaffihúsabóhem,
sem aldrei nokkurn tímann á aur

Víðlesinn á Shakespeare og Kiljan,
Þórðarson og Hemmingway
Hlustar grand á Nýdönsk og Dylan.
Djöflast dag og nótt á sinni mey

Hvernig sem á því stendur,
hvernig sem í það er spáð.
Þá hefur hann, Hannes Ingvar
Stúdentsprófinu náð.

Fræðast vill um fyrri tíma
fræga menn á fornri grund.
Egil skalla og Njál í brennu.
hetjudáð og fagra hrund.

Þegar þú svo lífið lætur,
sem kannski er á næsta leyti,
þá verður enginn sem að þig grætur
og ég lofa að halda heljar teiti.
 
speóh
1972 - ...


Ljóð eftir speóh

Búrið
Nokkrar útleggingar af skoðunum eins af heimspekingum götunnar og nokkur heilræði þar að lútandi
Hannes
Til eilífðar