

Í tryllingslegum dansi
og við tálsýnir í höfði mér
Taktfast fyllist vellíðan
í tónaflóði áhrifa
Með hamingju í hendi
hálslöng, þó með breiðan búk
hetjulega tekst á loft
í hugarflugi andskotans
Í dauðsmannslandi skaltu búa
Í vöku sem og draumi
á vængjum þöndum svíf ég um
velti vöngum yfir því
hvort víman vari endalaust
Í bardaga við lífið
botnlaust síki sekkur í
Breyting ei til batnaðar
á ballarhafi vímunnar
Í dauðsmannslandi skaltu búa
Og einn daginn það
að þú dýpra kemst ei einn
að þú kemst ekki meir
það dregur dilk á eftir sér
því nú dauðinn fylgir þér
hann fylgir þér.
Í dauðsmannslandi skaltu búa.....
....einn