Krossgötur
Þegar vegirnir liggja víða,
ei vandalaus er sú þraut
að velja honum stæði, veginum blíða
og valda svo þeirri braut.

Er ?áfram? leiðin eina,
eða er hún ?afturábak??
Til hliðar má og hægri reyna.
Er hin hefbundna tómt úrhrak?

En stöldrum nú við á staðnum
og stígum ei skref um stund.
Hvers er að vænta, hver verður á staðnum,
hvar situr þú næsta fund?

Mun í fræðunum leynast sú flóra
sem færir þér bættan hag?
Kannski finnur þú steininn stóra,
sem sindrar svo skært í dag.  
Snorri Pétur Eggertsson
1973 - ...


Ljóð eftir Snorra Pétur Eggertsson

Hjákonan
Af gefnu tilefni
Það snjóar í garðinn
Krossgötur
Í þrjátíu ára einsemd