Í þrjátíu ára einsemd
Í þrjátíu ára einsemd
eldast sérðu mig
hokinn, hrísi barinn
haltrandi upp stig.

Ljósið er þar lítið,
það langa vegu fór
að ilja mér um andlit
en ég það af mér sór.

Þrjátíu árum áður
ungur maður var
í hjarta mér brann bálið
og bölið var ei þar.

Lífið mig átti allan
og ekkert illt á mig fékk
ei hikaði við hallann
hafið yfir gekk.

Þá lagðist yfir löngun
að leggja allt á skjön
að gera eitthvað annað
en við erum vön

Ástríðu og ástúð
ég vildi sveipa þig
en örlögin tengdu ekki
unaðinn við mig

Því særði ég þig og setti
sverðið djúpt á kaf
en gætti ei að gráti
sem gróf sig í hjartarstað.

Þá magnaðist allt myrkur
og margan vininn hreif
svo einn ég stóð í endann
á Einmanastaðarkleif.  
Snorri Pétur Eggertsson
1973 - ...


Ljóð eftir Snorra Pétur Eggertsson

Hjákonan
Af gefnu tilefni
Það snjóar í garðinn
Krossgötur
Í þrjátíu ára einsemd