Til eilífðar
Ég var einn á ferð og þú komst þar að mér
sagðir: ?Ég verð að sofa hjá þér,
vilt þú vera með, með mér
til eilífðar??

Ég brást seint við, vildi ekki
finna á fótum mér þunga hlekki.
Því er ég hér og þú þar
til eilífðar.

En þú ekki mátt, misskilja mig;
ég leggst ei svo lágt, að hitta þig.
Ef þig vantar far, máttu bíða
til eilífðar.

---

Ef ég, geng á þinn veg
ég skal ei nema staðar, ekki vera fyrir þér
og þú þarft ei að heilsa mér
til eilífðar.
 
speóh
1972 - ...


Ljóð eftir speóh

Búrið
Nokkrar útleggingar af skoðunum eins af heimspekingum götunnar og nokkur heilræði þar að lútandi
Hannes
Til eilífðar