

Þarf að hitta konuna
sem bjó hér
fyrir margt löngu.
Leita að nafni hennar
í símaskrá
á Hagstofu
í biðskýli fullu
af veggjakroti.
Skyggnist um eftir henni
í skuggsælu sundi barnapíudaga
á malarkambi
þar sem húsið stóð
og sólberin róluðu sér.
Hún kvaðst mundu bíða
en mér hefur víst dvalist.
(2001)
sem bjó hér
fyrir margt löngu.
Leita að nafni hennar
í símaskrá
á Hagstofu
í biðskýli fullu
af veggjakroti.
Skyggnist um eftir henni
í skuggsælu sundi barnapíudaga
á malarkambi
þar sem húsið stóð
og sólberin róluðu sér.
Hún kvaðst mundu bíða
en mér hefur víst dvalist.
(2001)