Vindhviður
Hér
á ég heima

Þar sem vindhviðurnar
grípa mann
og fleygja manni
eitthvað út í buskann

Hér
á ég heima

Þar sem veðrin
fara hamförum

Hvar skyldi hún búa þessi
komin með hreim
stafar nafnið sitt á útlensku

Best að blása henni
eitthvað út í buskann
kannski á hún einmitt
heima þar  
Þórdís Richardsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Þórdísi Richardsdóttur

Uppvask
Skammdegi
Móðir
Heima á Íslandi
Ævintýramórall
Vitund útflytjandans
Vindhviður
Engillinn minn