Heima á Íslandi
Þarf að hitta konuna
sem bjó hér
fyrir margt löngu.

Leita að nafni hennar
í símaskrá
á Hagstofu
í biðskýli fullu
af veggjakroti.

Skyggnist um eftir henni
í skuggsælu sundi barnapíudaga
á malarkambi
þar sem húsið stóð
og sólberin róluðu sér.

Hún kvaðst mundu bíða
en mér hefur víst dvalist.


(2001)  
Þórdís Richardsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Þórdísi Richardsdóttur

Uppvask
Skammdegi
Móðir
Heima á Íslandi
Ævintýramórall
Vitund útflytjandans
Vindhviður
Engillinn minn