Vitund útflytjandans
Ég yfirgef heimalandið
skipti um símkort í gemsanum
gjaldmiðil í buddunni
stilli úrið mitt á erlendan vetur
tala framandi tungu
stafa nafnið mitt með öðru stafrófi

Það tekur aðeins
fárra stunda flug

að verða önnur manneskja




 
Þórdís Richardsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Þórdísi Richardsdóttur

Uppvask
Skammdegi
Móðir
Heima á Íslandi
Ævintýramórall
Vitund útflytjandans
Vindhviður
Engillinn minn