Höfnun
Ólíkir straumar blandaðir hatri og ástarþrá
herja á mig líkt og hvirfilbylur sé farinn á stjá
afhverju er engin hugarró í mínu hjarta
ég fyllist leiði og byrja umhverfið allt að sverta
fatta ekki að það er sálin sem er að svelta
angist og örvænting nú fyllist ég bræði
Þol mitt og styrk ég grátandi kæfi
afturábak og áfram þjóta hlæjandi minningar
og hugurinn ey sættir sig við að þær eru einungis til sýningar
ég teygi mig og reyni að strjúka andlit þitt
þetta fallega bros þitt var eitt sinn mitt
augun þín voru mín
augun sem nú eru hætt að glitra
og skildu mig eftir í polli að titra  
Lóa
1985 - ...


Ljóð eftir Lóu

Höfnun
eymd
Jólanótt
óvissa