Hamingjusamasta þjóð í heimi.
Skuldabréfin hrannast
inn um bréfalúgur skuldunauta
skömmu fyrir mánaðarmót.

En hver skuldar hverjum hvað?
Skulda bréfin þér eitthvað?
Eða, skyldu bréfin skulda mér eitthvað?
Eru þessi bréf skuldum vafin inn í sellófan?

Rétti þeir upp hendi
sem ekki fá bréf sem minna á skuldir.
- Ég minnist þess ekki
að hafa hitt skuldleysingja hingað til.

Við megum að minnsta kosti
ekki skella skuldinni á bréfberann
Hann vinnur bara þarna.
ber þunga byrði.
Skuldabréfagreiðslubyrði
með tilheyrandi áhyggjum viðtakanda
um fjárhagslega afkomu.

Rétt fyrir mánaðarmót
á Íslandi allra landsmanna.

 
Steinunn Tómasdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Steinunni

Hamingjusamasta þjóð í heimi.
Stefnumót
Loforð
Viðbrögð
Skilningur með ást