Viðbrögð
Gamanaið gerir grín að sjálfu sér,
skemmtir sér konunglega
og smellir í góm.
Alvarleikinn heldur aftur af sér,
setur upp pókerfésið
og dregur annað augað í pung.

Þannig er tilveran.
Margbrotin, merkileg og misvísandi.

Við manneskjurnar
tökum það sem sjálfgefið
að vita ekki í hvernig skapi
við vöknum á morgnana.

Við veljum ekki viðbrögð okkar
í erli dagsins,
heldur verðum þau
aftur og aftur,
án þess að blikna.



 
Steinunn Tómasdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Steinunni

Hamingjusamasta þjóð í heimi.
Stefnumót
Loforð
Viðbrögð
Skilningur með ást