Dagbók hins dauða I og II (kómísk smásaga)
dagur 0:
ligg ég hér brotinn í blóði og tætlum
brennandi sviðinn og get ekki andað
lögreglubíllinn við líkamann stendur
og líta þar mennirnir niður á mig...
furðunni lostinn ég get ekki hreyft mig
á götunni horfi ég á sól skína sterkt
blindast en get ekki lukt mínum brúnum
bilaður uns þeir loks færa mig brott...
í bílnum þeir reyna að senda mér stuð
sorgmæddir gefast þeir upp og hætta
brátt heyri ég rennilásinn renna hratt upp
ringlaður sé ég brátt alls staðar svart...
dagur 1
djöfulsins kuldi er nú kominn í mig
kall mitt á hjálp á vörunum hljóðnar
kyrrðin er kósí en fyrr má nú vera
kolruglaður veit ég ei hvað skal gera...
dagur 8
loksins kom einhver og leysti mig út
lúkkið hans reyndist mér furðulegt mjög
í sloppnum hann skellti mér hart á borð
sletti þá meikklessum hratt í feis mitt...
dagur 9
nú hefur mér hætt að lítast á blikuna
hefur mér verið fljótt komið í kistu
ég er ekki dauður þó hjarta mitt vanti
í huganum enn eru taugar sem hugsa...
dagur 10
förin til jarðar var mjög sæt og falleg
faðir minn felldi tár og ræddi um mig
það sem ég heyrði voru ýkjur og lygi
en það er í lagi því ég kem ekki aftur...
dagur 14
nú hef ég tíð eytt í líkkistu mjög lengi
ljúf er löng þögnin en einhæf í raun
ef þetta er tilveran sem tekur við af hinni
treginn mun magnast innan nokkurra daga...
dagur 59
augu mín sjá ei í þessu dökka svartamyrkri
svona djúpt undir niðri er heyrnin mín dræm
en samt get ég fundið fyrir krílunum koma
köngulóm, möðkum og lirfum gegnum mig...
dagur 246
nú hef ég ráðið í kenningar Einsteins
á svipstundu gæti ég þrautir allar leyst
hvað skal nú bralla að eilífu bundinn?
bilaður finn ég fyrir geðveikinni koma...
dagur 897
hef ég nú fundið fyrir mjög aukinni heimsku
finn ég hvernig taugarnar smám saman fara
stærðfræðiþrautirnar sem áður ég leysti
styrkjast svo nú get ég þær ekki ráðið...
dagur 2.376
nú hef ég fengið það fullkomlega staðfest
funinn í helvíti og Drottinn eru ekki til
hér hef ég dvalið á eilífðarinnar biðstofu
en hugsa nú dapur að biðin mun lengjast...
dagur 9.567
vita vinirnir að afmæli mitt er í dag?
villtur á sinninu syng ég minn söng
þeir gætu nú komið og grafið mig upp
gera það ekki því þeir hafa gleymt...
dagur 63.982
nú hlæ ég sem geðsjúki maðurinn glaður
gaurarnir uppi hafa ábyggilega drepist
því eru það mín örlög að hýsast hér lengur
hugsa um það sem ég hef hugsað áður...
dagur 492.631
krummiiiii svaf í klettagjááááá!!!
kaldriiiii vetrarnóttu ááááá!!!
það eina sem ég man úr þessu kvæði
pirrandi að vita ekki meira en það...
dagur 5.362.974.122
nú hefur dregið til tíðinda hérna
heyri ég skvaldur í fyrsta sinni
kannski eru menn að grafa mig upp
með tárin í tóttum gleðst ég happí...
dagur 5.362.974.123
guð hvað ég hlakka til að sjá heiminn aftur
hefur gæfan mín snúist mér viljug í vil?
bara að ég gæti við þá mennina spjallað
en tal þeirra dugar til að hugga mín eyru...
dagur 5.362.974.124
kannski ég hafi eitthvað misskilið mjög
mennirnir voru ekki að grafa eftir mér
því í raun væri það frekar ólíklegt núna
þessi hiti gæti brætt alla muni í vökva...
sólin hafði stækkað og brætt af mér mold
með trega ég sætti mig við orðið hlutskipti
nú finn ég mig fuðra upp í hitanum allur
fyndið hvað kaldhæðnin gerir mér grátt...
fimm milljarðir ára sem ég dvaldi hér niðri
á þessum tíma hef ég hugsað og pælt
hvernig það væri að sjá þjóð mína aftur
því gæti ég grátið – ef ætti mín tár...
af moldu var ég kominn og í moldu fór á ný
úr moldu kom ég aftur en bráðnaði svo hlýr...
ligg ég hér brotinn í blóði og tætlum
brennandi sviðinn og get ekki andað
lögreglubíllinn við líkamann stendur
og líta þar mennirnir niður á mig...
furðunni lostinn ég get ekki hreyft mig
á götunni horfi ég á sól skína sterkt
blindast en get ekki lukt mínum brúnum
bilaður uns þeir loks færa mig brott...
í bílnum þeir reyna að senda mér stuð
sorgmæddir gefast þeir upp og hætta
brátt heyri ég rennilásinn renna hratt upp
ringlaður sé ég brátt alls staðar svart...
dagur 1
djöfulsins kuldi er nú kominn í mig
kall mitt á hjálp á vörunum hljóðnar
kyrrðin er kósí en fyrr má nú vera
kolruglaður veit ég ei hvað skal gera...
dagur 8
loksins kom einhver og leysti mig út
lúkkið hans reyndist mér furðulegt mjög
í sloppnum hann skellti mér hart á borð
sletti þá meikklessum hratt í feis mitt...
dagur 9
nú hefur mér hætt að lítast á blikuna
hefur mér verið fljótt komið í kistu
ég er ekki dauður þó hjarta mitt vanti
í huganum enn eru taugar sem hugsa...
dagur 10
förin til jarðar var mjög sæt og falleg
faðir minn felldi tár og ræddi um mig
það sem ég heyrði voru ýkjur og lygi
en það er í lagi því ég kem ekki aftur...
dagur 14
nú hef ég tíð eytt í líkkistu mjög lengi
ljúf er löng þögnin en einhæf í raun
ef þetta er tilveran sem tekur við af hinni
treginn mun magnast innan nokkurra daga...
dagur 59
augu mín sjá ei í þessu dökka svartamyrkri
svona djúpt undir niðri er heyrnin mín dræm
en samt get ég fundið fyrir krílunum koma
köngulóm, möðkum og lirfum gegnum mig...
dagur 246
nú hef ég ráðið í kenningar Einsteins
á svipstundu gæti ég þrautir allar leyst
hvað skal nú bralla að eilífu bundinn?
bilaður finn ég fyrir geðveikinni koma...
dagur 897
hef ég nú fundið fyrir mjög aukinni heimsku
finn ég hvernig taugarnar smám saman fara
stærðfræðiþrautirnar sem áður ég leysti
styrkjast svo nú get ég þær ekki ráðið...
dagur 2.376
nú hef ég fengið það fullkomlega staðfest
funinn í helvíti og Drottinn eru ekki til
hér hef ég dvalið á eilífðarinnar biðstofu
en hugsa nú dapur að biðin mun lengjast...
dagur 9.567
vita vinirnir að afmæli mitt er í dag?
villtur á sinninu syng ég minn söng
þeir gætu nú komið og grafið mig upp
gera það ekki því þeir hafa gleymt...
dagur 63.982
nú hlæ ég sem geðsjúki maðurinn glaður
gaurarnir uppi hafa ábyggilega drepist
því eru það mín örlög að hýsast hér lengur
hugsa um það sem ég hef hugsað áður...
dagur 492.631
krummiiiii svaf í klettagjááááá!!!
kaldriiiii vetrarnóttu ááááá!!!
það eina sem ég man úr þessu kvæði
pirrandi að vita ekki meira en það...
dagur 5.362.974.122
nú hefur dregið til tíðinda hérna
heyri ég skvaldur í fyrsta sinni
kannski eru menn að grafa mig upp
með tárin í tóttum gleðst ég happí...
dagur 5.362.974.123
guð hvað ég hlakka til að sjá heiminn aftur
hefur gæfan mín snúist mér viljug í vil?
bara að ég gæti við þá mennina spjallað
en tal þeirra dugar til að hugga mín eyru...
dagur 5.362.974.124
kannski ég hafi eitthvað misskilið mjög
mennirnir voru ekki að grafa eftir mér
því í raun væri það frekar ólíklegt núna
þessi hiti gæti brætt alla muni í vökva...
sólin hafði stækkað og brætt af mér mold
með trega ég sætti mig við orðið hlutskipti
nú finn ég mig fuðra upp í hitanum allur
fyndið hvað kaldhæðnin gerir mér grátt...
fimm milljarðir ára sem ég dvaldi hér niðri
á þessum tíma hef ég hugsað og pælt
hvernig það væri að sjá þjóð mína aftur
því gæti ég grátið – ef ætti mín tár...
af moldu var ég kominn og í moldu fór á ný
úr moldu kom ég aftur en bráðnaði svo hlýr...