Í júlí árið tvö þúsund og átta
Mig kitlar í hláturskirtlana
þegar fyrir framan mig flækist
heilsukind
og, að eigin sögn,
heilbrigð manneskja á hollustulegu fæði,
jarmandi um heilindi þess náttúrulega.
Hvar er annars náttúran í dag?
Í sóti og endurgræðanlegu dópi.
Plöntur pakkaðar inn í plast,
sjórinn kældur með örbylgjuofni,
og jöklar afklæðast í hita leiksins.
Með plastseðla í vasa röltir fólk um
rífandi sig yfir háu vöruverði.
Stjórnendur hlæja að lítilmagnanum
þuklandi sig yfir eigin fríðindum.
Lífið óskar hér með eftir meindýraeyði og skottulækni.
þegar fyrir framan mig flækist
heilsukind
og, að eigin sögn,
heilbrigð manneskja á hollustulegu fæði,
jarmandi um heilindi þess náttúrulega.
Hvar er annars náttúran í dag?
Í sóti og endurgræðanlegu dópi.
Plöntur pakkaðar inn í plast,
sjórinn kældur með örbylgjuofni,
og jöklar afklæðast í hita leiksins.
Með plastseðla í vasa röltir fólk um
rífandi sig yfir háu vöruverði.
Stjórnendur hlæja að lítilmagnanum
þuklandi sig yfir eigin fríðindum.
Lífið óskar hér með eftir meindýraeyði og skottulækni.